Geti haldið sambandi við ættingja og vini

Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd. mbl.is/Sigurður Bogi

Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Sæborg á Skagaströnd barst í gær góð gjöf, en nokkur fyrirtæki höfðu þá tekið sig saman til að gefa heimilinu iPad-spjaldtölvu til að íbúar þess gætu haldið sambandi í mynd við ættingja og vini.

Greint var frá þessu á fréttavefnum Húna, en á Facebook-síðu Sæborgar segir að íbúarnir hafi tekið heimsóknarbanninu með miklu jafnaðargeði, enda „kannski ekki við öðru að búast af fólki sem hefur upplifað tímanna tvenna“.

Eftirtalin fyrirtæki stóðu að gjöfinni:

  • Þvottahúsið – Skagaströnd
  • Víkur útgerð ehf.
  • Vélaverkstæði Skagastrandar ehf.
  • Útgerðarfélagið Djúpavík ehf.
  • Trésmiðja Helga Gunnars ehf.
  • Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf.
  • SJ útgerð ehf.
  • Saumastofan Íris ehf.
  • Rafmagnsverkstæðið Neistinn ehf.
  • Marska ehf.
  • Lausnamið ehf.
  • Hrund ehf.
  • HGÓ útgerð ehf.
  • H-59 ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert