100 milljónir í nýsköpunarskjóð námsmanna

100 milljónum verður varið í nýsköpunarsjóð námsmanna í sumar.
100 milljónum verður varið í nýsköpunarsjóð námsmanna í sumar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hundrað milljónum króna verður varið í Nýsköpunarsjóð námsmanna til að skapa ný sumarstörf fyrir stúdenta, samkvæmt tillögu fjárlaganefndar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vekur máls á þessu á Facebook-síðu sinni.

Segir hún að stúdentar hafi undanfarið bent á erfiða stöðu sem blasa muni við námsmönnum í sumar þegar útlit er fyrir að fá störf verði í boði. Þessi tillaga sé mikilvæg til að skapa ný störf þar sem stúdentar fái tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu.

Rifjar Katrín upp að hún hafi sem menntamálaráðherra tekið þátt í að efla sjóðinn eftir hrun og segir hún að þær aðgerðir hafi miklu skilað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert