4.577 ótímabær dauðsföll á tíu árum

Ótímabær dauðsföll voru alls 4.577 á árunum 2009-2018. Einn lést …
Ótímabær dauðsföll voru alls 4.577 á árunum 2009-2018. Einn lést vegna læknamistaka á sama tímabili. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ótímabær dauðsföll voru alls 4.577 á árunum 2009-2018. Einn lést vegna læknamistaka á sama tímabili. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, þingmanns Flokks fólksins, um ótímabær dauðsföll

Í svarinu er stuðst við flokkun þriggja stofnana um ótímabær dauðsföll (OECD, Framkvæmdastjórn ESB og EUROSTAT) og er ótímabærum dauðsföllum skipt í afstýranlegar dánarorsakir og læknanlegar dánarorsakir. 

Afstýranlegar dánarorsakir voru alls 3.122 á árunum 2009-2018, en þær eru skilgreindar sem dánarorsakir vegna heilbrigðisvanda hjá fólki sem er yngra en 75 ára sem mögulega hefði mátt koma í veg fyrir, t.d. með öflugu lýðheilsustarfi og heilsugæsluþjónustu. Algengasta dánarorsökin var æxli en þar á eftir koma ytri orsakir áverka og eitrana. 

Læknanlegar dánarorsakir voru 1.455 talsins á sama tímabili, en þær eru skilgreindar sem dánarorsakir vegna sjúkdóma hjá fólki sem er yngra en 75 ára sem mögulega hefði mátt meðhöndla með öflugri og skilvirkri heilbrigðisþjónustu. Algengasta dánarorsökin var æxli en þar á eftir komu sjúkdómar í blóðrásarkerfi.

mbl.is