Dregið úr þjónustu Strætó í fyrramálið

Dregið verður úr þjónustu Strætó í fyrramálið.
Dregið verður úr þjónustu Strætó í fyrramálið. Ljósmynd/Strætó

Strætó hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið minnir á að dregið verður úr þjónustu í fyrramálið og akstur minnkaður tímabundið, í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

Breytingarnar eru eftirfarandi:

  • Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun*. Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur. Fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum má nálgast hér: https://straeto.is/uploads/files/963-464cfcd38c.pdf

o   *Undantekning: Leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 8, 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.

o   Á virkum dögum mun leið 15 aka fjórar skipulagðar ferðir frá Reykjalundi í átt að Flyðrugranda. Farþegar sem ferðast með leið 15 í átt að Mosfellsbæ og vilja stoppa hjá Reykjalundi geta látið vagnstjórann vita og hann/hún mun taka krók að Reykjalundi.

Öllum næturakstri úr miðbænum um helgar er tímabundið hætt. Biðstöðvatöflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt. Farþegar skulu frekar skoða áætlaða tíma inni á heimasíðu Strætó eða í strætóappinu.

Hvernig á að nota Strætó á höfuðborgarsvæðinu?

Framdyr strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðar og farþegar Strætó ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins.

Innra rými strætisvagna höfuðborgarsvæðisins er skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld eru greidd í vagninum með því að halda strætókorti eða strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra.

Strætó hvetur sem flesta viðskiptavini til að nota strætóappið eða strætókort til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum.

Boðið er upp á fría heimsendingu í netverslun Strætó.

Strætóappið er aðgengilegt fyrir snjalltæki í App Store og Google Play.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert