Ekki bannað að vera viðstatt fæðingu

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundinum.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundinum. Ljósmynd/Lögreglan

Eins og staðan er núna kemur ekki til greina að meina öðru foreldrinu að vera viðstatt fæðingu barnsins síns. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á blaðamannafundi.

Páll sagði að það hafi komið til tals að endurskoða þessar reglur vegna kórónuveirunnar. „Niðurstaðan er klárlega sú að stíga ekki það skref,“ sagði hann en tók fram að mál tengd veirunni séu endurskoðuð daglega með hliðsjón af öryggi sjúklinga.

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert