Innstigum fækkað um allt að 70%

Guðmundur Heiðar segir að einhverjir hafi lýst áhyggjum af því …
Guðmundur Heiðar segir að einhverjir hafi lýst áhyggjum af því að fleiri verði um borð í vögnunum þegar tíðni ferða minnkar. mbl.is/Valli

Innstigum í Strætó fækkaði um 66% í síðustu viku frá því sem var í venjulegri viku Strætó í febrúar á þessu ári. Sé aðeins litið til leiða 1 og 2 er fækkun farþega enn meiri, eða 70%.

Þetta segir upplýsingafulltrúi Strætó, Guðmundur Heiðar Helgason, í samtali við mbl.is, en takmörkun á þjónustu Strætó vegna kórónuveirufaraldursins og fækkun farþega vegna hans tekur gildi á morgun. Þá munu Strætisvagnar á höfuðborgarsvæðinu t.a.m. aka samkvæmt laugardagsáætlun, auk frekari breytinga sem hægt er að kynna sér á vef Strætó.  

Guðmundur Heiðar segir að einhverjir hafi lýst áhyggjum af því að fleiri verði um borð í vögnunum þegar tíðni ferða minnkar, en samkomubann sem miðar við 20 manns á einnig við í Strætó. 

Hann segir að farþegar ættu þó ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því. „Við verðum með aukavagna á nokkrum morgunferðum á leið 1. Við munum síðan vakta stöðuna og fylgjast með öðrum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert