Kennslustofur á tímum kórónuveiru

Nemendur og kennarar í framhaldsskólum landsins takast á við áskoranir þessa dagana við að ljúka önninni. Við á mbl.is fengum nemendur og kennara í MS til senda okkur efni og gefa okkur innsýn í hvernig námið fer fram á tímum þegar fólk verður að halda fjarlægð frá hvert frá öðru.

Viktor Markússon Klinger á að útskrifast í vor og því er mikið í húfi fyrir hann að halda taktinum í náminu. Hann segir helsta kostinn við núverandi fyrirkomulag að nú sé nægur tími til að ljúka þeim verkefnum sem lögð eru fyrir nemendur hinsvegar sé leiðinlegt að mannleg samskipti séu einungis í gegnum netið.   

Á tímum þar sem fólk er hvatt til að halda fjarlægð frá hvoru öðru hvetjum við á mbl.is fyrirtæki og stofnanir til senda okkur myndefni sem gefur innsýn í hvernig verið er að leysa þær áskoranir sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér. Nemendur og kennarar í Menntaskólanum við Sund tóku vel í hugmyndina og mynduðu sjálf efni sem ég setti saman. Hugmyndir að fleiri umfjöllunum með svipuðu sniði má senda á hallurmar@mbl.is.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman