Mikil heppni að ekki fór verr

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu á Öxnadalsheiði skömmu fyrir miðnætti í gær.

Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra missti maðurinn stjórn á bifreiðinni í krapa á heiðinni og endaði hún á hvolfi utan vegar. Mikil heppni að ekki fór verr segir varðstjóri en þak bifreiðarinnar lagðist saman. Annar ökumaður sem kom að slysinu ók með þann slasaða á móti sjúkrabílnum en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hans eru á þessari stundu.

mbl.is