Safna fyrir spjaldtölvum á Landakot

Á vefsíðu söfnunarinnar segir að á tímum Covid-19 sýkingarinnar er …
Á vefsíðu söfnunarinnar segir að á tímum Covid-19 sýkingarinnar er endurhæfing takmörkuð við hreyfingu og virkni á herbergi eða á deild. mbl.is/Ómar Óskarsson

Starfsfólk á Landakoti hefur hafið söfnun fyrir spjaldtölvum á öldrunarlækningadeildir á Karolina Fund.

Á vefsíðu söfnunarinnar segir að á tímum Covid-19-sýkingarinnar sé endurhæfing takmörkuð við hreyfingu og virkni á herbergi eða á deild. Mikil áhersla sé á sýkingavarnir og erfitt sé að finna verkefni við hæfi með þeim úrræðum sem fyrir hendi eru.

Þá séu heimsóknir óheimilar og sjúklingar ekki með sjónvörp við rúm sín. Þá séu margir hverjir ekki góðir með litlu símana.

„Við teljum spjaldtölvur geta hjálpað til við að rjúfa einangrun með möguleika á spjalli og að geta séð sína nánustu, horft á sjónvarp/myndbönd, hlustað á hlaðvörp, verið í sudoku og ýmislegt fleira.“

Þess má geta að Karolina Fund hefur fellt niður þóknanir fyrir verkefni sem ætlað er að bæta samfélagið á tímum kórónuveirunnar.

Söfnun fyrir spjaldtölvum á Landakot á Karolina Fund

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert