Sameiningarvinnu seinkar til hausts

Útgerðar er blómleg á Breiðdalsvík.
Útgerðar er blómleg á Breiðdalsvík. mbl.is/Golli

„Vinnan heldur áfram en það hægir á henni og afgreiðslur frestast. Sveitarfélögin þurfa líka á öllu sínu fólki að halda núna og hafa lítið svigrúm í önnur verkefni,“ segir Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri RR ráðgjafar.

Útbreiðsla kórónuveirufaraldursins hefur sett strik í reikninginn við undirbúningsvinnu fyrir sameiningu sveitarfélaga víða um land. Fyrirtæki Róberts heldur utan um slíka vinnu á fjórum stöðum; á Suðurlandi, á Austurlandi, í Þingeyjarsýslu og í Austur-Húnavatnssýslu.

„Við höfum frestað öllum verkþáttum þar sem fólk þarf að hittast á vinnustofum og mun það leiða til þess að verkefnum seinkar. Við höfum verið með fjölmenna fjarfundi þar sem upplýsingum er miðlað og átt í samráði. Þeir fundir hafa gengið vonum framar, en fjarfundaform hentar ekki nægilega vel fyrir vinnustofur,“ segir Róbert í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá höfðu fimm sveitarfélög í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu áformað að taka ákvörðun í vor um það hvort hefja ætti formlegar sameiningarviðræður sem gæti skilað nýju fimm þúsund manna sveitarfélagi. Ljóst er að þau áform frestast nú. Greiningarvinna heldur þó áfram og fjarfundir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert