Spá auknu álagi á heilbrigðiskerfið

Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. …
Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Bú­ist er við því að á meðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn geng­ur yfir landið muni rúm­lega 1.700 manns á Íslandi verða greind­ir með COVID-19, en tal­an gæti náð nær 2.800 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá.

Þetta kem­ur fram í upp­færðu spálíkani sem unnið hef­ur verið af vís­inda­mönn­um frá Há­skóla Íslands, embætti land­lækn­is og Land­spít­ala. Fyrri uppfærsla gerði ráð fyrir að 1.500 manns gætu greinst en allt að 2.300 samkvæmt svartsýnustu spá. 

Spáin um heildarfjölda smita hefur lítið breyst frá því 25. mars, en spár um álag á heilbrigðiskerfið hafa hækkað, þar sem aldursdreifing greindra smita á Íslandi hefur hliðrast. Smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert.

Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1.200 manns, en gæti viku seinna náð 1.800 manns samkvæmt svartsýnni spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 200 manns.

Allt að 100 inniliggjandi samtímis

Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 100 einstaklingar. 

Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 25 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnni spá er 44 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 10 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið 18 manns.

1.086 hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi, samkvæmt tölum sem uppfærðar voru klukkan 13. Þannig hafa 66 greinst síðasta sólarhringinn en í heildina hafa 139 náð fullum bata.

mbl.is