Spurði um „eineggja tvíbura COVID-19“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er eiginlega orðinn sannfærður um að um miðjan janúar rakst ég illilega á eineggja tvíbura COVID-19-veirunnar,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi. Hann sagðist aldrei hafa lent í annarri eins flensu og þá.

„Ég hef aldrei hóstað eins mikið á ævinni á hálfum mánuði eins og þá,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að mikið slím myndaðist í lungum, bragðskyn og matarlyst hurfu. Öll einkennin séu þau sömu og þegar fólk fær COVID-19.

Hann sagði tvo úr fjölskyldu sinni hafa fengið þessa slæmu flensu í desember en það fólk sé enn að glíma við afleiðingar veikindanna. Auk þess hafi hann heyrt í fleira fólki sem kannist við nákvæmlega sömu veikindi.

Guðmundur spurði heilbrigðisráðherra hvort það væri ekki furðulegt að það hafi verið flensa í gangi í desember og janúar sem var alveg eins og sú sem gengur nú yfir heiminn.

„Þetta tikkar í öll box en samt er sagt að þetta hafi ekki verið hún. Þá hlýtur þetta að hafa verið eineggja tvíburi,“ sagði Guðmundur. „Hefur þetta verið kannað og verður þetta kannað?“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist ekki treysta sér til að greina sjúkdómseinkenni Guðmundar og enn síður aftur í tímann.

Hún sagði það vissulega áhugavert verkefni að kanna ónæmi í samfélaginu og á einhverjum tímapunkti hvort fólk hafi fengið COVID-19 á fyrri stigum, með litlum einkennum, og beri í sér ónæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kórónuveiran

2. júní 2020 kl. 16:26
2
virk
smit
1794
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir