Steingrímur í einangrun í tæpa viku

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/​Hari

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var í sjálfskipaðri einangrun í tæpa viku vegna kórónuveirufaraldursins. Hann og varaforsetar Alþingis hafa gert það til skiptis til að minnka hættu á því að allir þingforsetar fari út í einu.

Þetta kemur fram í bréfi sem Steingrímur sendi stuðningsmönnum VG og fjallað er um á vef RÚV.

Þar kemur fram að tæknin hafi gert það að verkum að Steingrímur gat unnið flest sín verk með hjálp tækninnar.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar og annarra yfirvalda hafi hingað til verið til fyrirmyndar kemur fram í bréfi Steingríms.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert