Umferð dregist saman um 38% í Reykjavík

Vegna kórónuveiru og samkomubanns er umferð á götum Reykjavíkur nú …
Vegna kórónuveiru og samkomubanns er umferð á götum Reykjavíkur nú sáralítil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dregið hefur jafnt og þétt úr umferðinni á höfuðborgarsvæðinu frá því samkomubann var sett á og dróst umferð í síðustu viku, eftir að samkomubann var hert, eða 23. - 26. mars,  saman sem nemur nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar.

Um þetta er fjallað á vef Eflu verkfræðistofu. Þar segir að samkvæmt mælingum úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið hafi dregið úr umferð á götum höfuðborgarinnar sem nemur um 24% þegar samkomu bannið var sett á, en um 38% þegar samkomubannið var hert síðastliðinn þriðjudag.

Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir …
Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Kort/Efla

Umferðin eins og þegar rauð viðvörun var í gildi

Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum.“

Nánar á vef Eflu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert