1.135 greind smit hér á landi

mbl.is/Hallur Már

Fjöldi staðfestra smita af völd­um kór­ónu­veirunn­ar er nú 1.135 sam­kvæmt töl­um sem birt­ar voru á covid.is eftir hádegi. Hef­ur smituðum fjölgað um 49 í gær, en töl­urn­ar sína fjölda smita eft­ir gær­dag­inn, og eru það töluvert færri smit en daginn á undan. 

47 smitanna voru greind á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og tvö hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. 

Sam­tals hafa verið tek­in 17.904 sýni. 30 eru á sjúkrahúsi, þarf af 10 á gjörgæslu, en þeir voru 9 í gær. 

960 eru í einangrun, 8.879 í sóttkví og 6.214 hafa lokið sóttkví. 157 hafa náð fullum bata.

Smit hafa greinst í öllum landshlutum, fæst tilfellin eru Vestfjörðum eða fjög­ur og fimm tilfelli hafa verið staðfest á Aust­ur­landi. Sem fyrr eru lang­flest smit á höfuðborg­ar­svæðinu, eða 853 og 4.489 þar í sótt­kví.mbl.is