29% þeirra sem greindust í sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust með staðfest kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn voru þegar í sóttkví, eða 29%. Er það talsvert lægra hlutfall en verið hefur. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins.

Hingað til heftur hlutfall þeirra sem voru þegar í sóttkví þegar smit þeirra greindust yfirleitt verið í kring um 50% og var það talið bera merki þess að aðgerðir stjórnvalda væru að bera árangur.

49 ný kórónuveirusmit greindust í gær og eru smit því orðin 1.135. 30 eru á sjúkra­húsi, þar af 10 á gjör­gæslu. Af þeim eru 9 á öndunarvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert