Áhugaverðar göngu- og fjallgönguleiðir

Skemmtilegar fjallgönguleiðir eru í nágrenni Reykjavíkur.
Skemmtilegar fjallgönguleiðir eru í nágrenni Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hreyfing og útivist er mikilvæg og óhætt að segja að það sé mikilvægt að halda áfram að hreyfa sig eftir að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað. Brýnt er að fylgja leiðbeiningum Almannavarna með tveggja metra fjarlægð, hvar sem við erum og það á líka við um í útivistinni. 

„66°Norður vill koma á framfæri góðum hugmyndum af fjallgönguleiðum og hlaupaleiðum í samstarfi við Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskraftsverkefninu og Elísabetu Margeirsdóttur hlaupakonu. Snjódrífurnar stefna á að þvera Vatnajökul síðar á árinu og safna áheitum fyrir styrktarfélögin Líf og Kraft.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Fjallgönguleiðirnar sem nefndar eru eru meðal annars upp á Móskarðshnúka og Helgafell.  

 

 

Á eftirfarandi vefslóðum er að finna 4 vikna göngu- og halupaprógram fyrir byrjendur. 

Hér er hlaupaplan fyrir byrjendur í útihlaupum og hér er fyrir lengra komna.

Hér er 4 vikna fjallgönguáætlun

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert