Blaðamannafundur vegna veirunnar

Frá blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, …
Frá blaðamannafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller, Páll Matthíasson og Hulda Hjartardóttir. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. 

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, verður einnig á fundinum í dag. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítala, verður gestur fundarins í dag.

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is