Boltinn hjá ASÍ

Halldór Benjamín segir boltann hjá ASÍ.
Halldór Benjamín segir boltann hjá ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að boltinn sé hjá Alþýðusambandi Íslands í tengslum við umleitanir þeirra á milli varðandi aðgerðir vegna kórónuveirunnar og áhrifa hennar á atvinnulífið.

Í samtali við mbl.is í gærkvöldi sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, að ekki kæmi til greina af hálfu sambandsins að fresta áhrifum launahækkana sem koma eiga til framkvæmda á morgun, 1. apríl. Ragnar Þór Jónsson, formaður VR, staðfesti jafnframt í samtali við mbl.is í dag að eining væri um það innan sambandsins, en að samstöðu um hvort ætl­un­in væri að krefjast aðgerðapakka til að létta enn frek­ar und­ir með fyr­ir­tækj­um skorti.

„Ég mun tjá mig um þetta mál á morgun,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við mbl.is í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert