Fæddist fyrir utan fæðingardeildina

mbl.is/Hjörtur

Lítilli stúlku lá á að komast í heiminn í gærkvöldi því hún fæddist í sjúkrabíl fyrir utan fæðingardeild Landspítalans um klukkan 22:30 í gærkvöldi. 

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var óskað eftir sjúkraflutningi á Álftanes um klukkan 22:15 í gærkvöldi en þar var verðandi móðir komin að fæðingu. Ekið var að Landspítalanum á Hringbraut en þar sem ljóst var að barninu lá verulega á að koma í heiminn kom ljósmóðir af fæðingardeildinni út í sjúkrabílinn og tók á móti barninu. Fæðingin gekk að óskum og eru þær mæðgur á fæðingardeildinni að sögn varðstjóra. 

Uppfært kl. 23.29:

Ljósmóðirin sem kom í sjúkrabílinn og tók á móti barninu vinnur hjá Björkinni en ekki á fæðingardeild Landspítalans. Þar að auki fæddist barnið áður en þau voru komin út fyrir bæjarmörk Garðabæjar, að sögn ljósmóðurinnar, en ekki fyrir utan fæðingardeild Landspítalans og er barnið því Garðbæingur.

mbl.is