Fjögurra mánaða barn greindist með veiruna

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fjögurra mánaða drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna. Hann var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa blánað í slæmu hóstakasti. Móðir drengsins, sem er með barnið á brjósti, er ekki smituð af veirunni, að sögn RÚV.

Móðirin, Guðrún Ólöf Björnsdóttir, segir óljóst hvernig drengurinn smitaðist. Bróðir hans, sem er þriggja ára, veiktist 6. mars og var mikið lasinn. Rúmri viku síðar veiktist litli bróðir hans. Fyrst var enginn grunur um að þeir hefðu smitast af veirunni. Vegna þess hve veikindi yngri drengsins voru skæð var á endanum ákveðið að taka sýni fyrir kórónuveiru sem kom út jákvætt.  

Drengurinn er að braggast að sögn Guðrúnar. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu í dag og er kominn heim í einangrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert