Foreldrar útskýri nálægðartakmarkanir

Foreldrar eru hvattir til þess að minna börn sín á …
Foreldrar eru hvattir til þess að minna börn sín á mikilvægi að virða tveggja metra regluna. Þessi mynd er úr safni Morgunblaðsins og tekin löngu fyrir tíma kórónuveirunnar. mbl.is/RAX

Lögreglan á Vesturlandi hvetur foreldra til þess að útskýra fyrir börnum sínum mikilvægi þess að virða nálægðartakmarkanir og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu eru engar skipulagðar íþróttaæfingar í gangi á Vesturlandi en lögreglan hefur verið að fá tilkynningar um að fjöldi barna og ungmenna sé að hittast til þess að spila t.d. fótbolta á sparkvöllum í umdæminu. 

mbl.is

Kórónuveiran

27. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir