Frestun er dramatísk aðgerð

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/ASÍ

Óformlegar samningaumleitanir hafa verið milli forystu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna hugmynda úr viðskiptalífinu um að fresta launahækkunum sem eiga að koma til framkvæmda 1. apríl.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að engin niðurstaða sé komin í það samtal. Afstaða sambandsins sé þó skýr. „Við höfum talið það of dramatíska aðgerð að fara inn í kjarasamningana þar sem okkar fólk er að taka á sig gríðarlegar kjaraskerðingar í alls konar formum, ekki síst það fólk sem er að fara á hlutaatvinnuleysisbætur. Fyrirtækin eru að fá gríðarlegan stuðning frá stjórnvöldum og lífeyrissjóðum reyndar líka,“ segir Drífa í Morgunblaðinu  í dag.

Spurð hvort einhugur sé um þettan innan ASÍ svarar Drífa: „Við höfum komist að þessari niðurstöðu innan ASÍ.“ Öll laun hækka um 18 þúsund 1. apríl og taxtalaun um 24 þúsund.

Vilhjálmur Birgisson, 1. varaforseti ASÍ, segist hafa viðrað þá hugmynd að skerða tímabundið mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóði. Það myndi koma í sama stað niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert