Fyrirtæki sem fá undanþágu frá samkomubanni

Fyrirtækin frá undanþágu frá samkomubanninu sem var sett á vegna …
Fyrirtækin frá undanþágu frá samkomubanninu sem var sett á vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órofinni. Heilbrigðisráðherra veitti undanþáguna að undangengnu samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, að því er segir í tilkynningu.

Margar umsóknir hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um undanþágur frá takmörkun á samkomum. Flestum þeirra hefur verið hafnað. Undanþágur eru því aðeins veittar að afar brýnir hagsmunir liggi að baki sem varði velferð almennings og þjóðarhag.

Undanþága heilbrigðisráðherra var veitt eftir samráð við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun, og tekur til fyrirtækja í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi.

Fyrirtæki sem starfa á grundvelli undanþágu eru: Íslandspóstur, Samtök iðnaðarins, Mjólkursamsalan, Matfugl, Alcoa á Reyðafirði, Norðurál á Grundaratanga, Terra í Hafnarfirði, Elkem á Grundartanga, ásamt sjávarútvegsfyrirtækjum á borð við Ísfélag Vestmannaeyja, Samherja, Vinnslustöðvarinnar og Þorbjarnar hf.

Bændasamtök Íslands áttu fund með heilbrigðisráðuneytinu vegna mögulegrar undanþágu vegna aðildarfélaga sinna en ekki liggur fyrir, samkvæmt tilkynningunni, hvort einhverjir falli undir þá undanþágu og þurfi eða sjái sér fært að nýta hana.

mbl.is