Greining á smitandi lifrardrepi í kanínum staðfest

mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsóknir á lifrarsýnum úr kanínum, sem drápust í Elliðaárdal nýlega, hafa staðfest að orsök dauðans er smitandi lifrardrep. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun, en veiran sem í hlut á er RHDV2 (Rabbit Hemorhagic Disease Virus 2).

Veiran er harðger og lifir lengi í náttúrunni í lífrænum úrgangi. Veiran smitar auðveldlega og getur einnig borist hratt á milli svæða með villtum fuglum, öðrum dýrum eða fólki. Veiran getur þó einungis smitað kanínur en ekki fólk né önnur dýr.

Mikilvægt er fyrir fólk sem á kanínur heima að forðast að ferðast um á þekktum smitsvæðum, svo sem í Elliðaárdalnum, og gæta smitvarna eins og hægt er heima fyrir með því að minnka umgang ókunnugra við kanínurnar og viðhafa ýtrustu smitvarnir við aðbúnað, fóðrun og umhirðu þeirra. 

Ófögur sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína í …
Ófögur sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína í Elliðaárdal um þarsíðustu helgi. mbl.is/Sigurður Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert