Jarðhræringar við Þorbjörn

Af vef Veðurstofu Íslands
Tveir jarðskjálftar, 2,6 og 2,8 stig, mældust skammt frá Grindavík á fimmta tímanum í nótt. 

Í gærmorgun klukkan 7:15 varð jarðskjálfti 2,6 að stærð rúma 4 km NNA af Grindavík sem fannst í Grindavík. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu vikur í tengslum við landris á svæðinu. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert