Makar fá ekki að vera viðstaddir keisaraskurð

Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar. Hulda Hjartardóttir.
Blaðamannafundur vegna kórónuveirunnar. Hulda Hjartardóttir. Ljósmynd/Lögreglan

Ákvörðun hefur verið tekin um að makar eða aðrir aðstandendur fái ekki að vera viðstaddir á skurðstofu þegar keisaraskurður fer fram.

Þetta kom fram í máli Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingarþjónustu á kvenna- og barnasviði Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins.

Sagði hún að maki eða annar frískur aðstandandi fengi að heimsækja móður og barn þegar þau væru komin aftur inn á deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert