Rúmlega 900 sagt upp hjá 22 fyrirtækjum

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, ásamt Ölmu Möller landlækni á upplýsingafundi …
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, ásamt Ölmu Möller landlækni á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tuttugu og tvö fyrirtæki hafa tilkynnt Vinnumálastofnun um hópuppsagnir það sem af er marsmánuði. Rúmlega 900 hafa misst störf sín í uppsögnunum.

Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is. 

Í gærkvöldi hafði 695 verið sagt upp hjá 17 fyrirtækjum og hafa því fimm fyrirtæki tilkynnt um hópuppsagnir þennan síðasta dag mánaðarins, 31. mars. Unnur segir að von sé á greiningu á hópuppsögnunum í tilkynningu frá Vinnumálastofnun á næstu dögum.

„Þetta hefur gengið hraðar fyrir sig en ég átti von á,“ segir Unnur. Umsóknir um hlutabætur telja um 23.000. 

mbl.is