Sakar framkvæmdastjórn SÁÁ um einelti og ofbeldi

SÁÁ sem rekur sjúkrahúsið Vog horfir fram á mikið tekjutap …
SÁÁ sem rekur sjúkrahúsið Vog horfir fram á mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldursins. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Ljóst er að framkvæmdastjórn SÁÁ ætlar að hafa samþykktir aðalstjórnar SÁÁ að engu og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum. Þetta segir Hörður J. Oddfríðarson, varastjórnarformaður aðalstjórnar SÁÁ og dagskrárstjóri SÁÁ, í yfirlýsingu.

Á fundi aðalstjórnar SÁÁ á sunnudaginn 29. mars, lagði Hörður fram tillögu þar sem skorað var á framkvæmdastjórn SÁÁ, fyrir 31. mars, að finna aðra leið til að leysa úr fjárhagsvanda SÁÁ vegna fyrirhugaðs tekjubrests vegna kórónuveirunnar en með því að segja upp sálfræðingum og ráðgjöfum á meðferðarsviði SÁÁ.

Tillaga Harðar var samþykkt á fundinum en engu að síður hefur framkvæmdastjórnin ekki verið kölluð saman. Segir hann því ljóst að framkvæmdastjórn ætli að hafa að engu samþykktir aðalstjórnar og halda áfram ofbeldi sínu og einelti gagnvart starfsfólki og skjólstæðingum SÁÁ.

„Með aðgerðaleysi sýnir framkvæmdastjórn SÁÁ fram á að getuleysi hennar er algert, hún öllu trausti rúin og meðlimir aðalstjórnar SÁÁ hafðir af fíflum,“ segir í yfirlýsingu Harðar.

Hörður J. Oddfríðarson, vara­stjórn­arformaður aðal­stjórn­ar SÁÁ og dag­skrár­stjóri SÁÁ.
Hörður J. Oddfríðarson, vara­stjórn­arformaður aðal­stjórn­ar SÁÁ og dag­skrár­stjóri SÁÁ. Mynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert