Umsóknir um bætur streyma inn

mbl.is/​Hari

Um 23 þúsund umsóknir hafa borist um hlutabætur til Vinnumálastofnunar og virðist ekkert lát vera á umsóknum. Flestir þeirra eru komnir í 25% starf á sínum vinnustað. Um 5.400 hafa sótt um atvinnuleysisbætur.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að margir þeirra sem hafa sótt um í almenna kerfinu, það er um atvinnuleysisbætur, séu sjálfstætt starfandi. 

Enn sem komið er virðast flestir þeirra sem sækja um hámarksbætur, það er að viðkomandi fær greidd 25% af launum frá vinnuveitenda en ríkið komi að með greiðslu 75% launa. Hafi starfsmaður verið með 400 þúsund krón­ur eða minna í laun fyr­ir 100% starf fær hann skerðing­una að fullu bætta. Stefnt er að því að ljúka útgreiðslu bóta fyrir 7. apríl. 

Að sögn Unnar eru langflestar umsóknir sem hafa borist til Vinnumálastofnunar af höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert