Vilja reisa vindmyllur í Norðurárdal

Grjótháls í Norðurárdal.
Grjótháls í Norðurárdal.

Fyrirhugað er að reisa 2-6 vindmyllur á Grjóthálsi í Norðurárdal í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða. Áætlað afl vindmyllanna er 9,8-30 MW og er markmið verkefnisins að nýta vindorku til vinnslu rafmagns og mæta vaxandi orkuþörf í landinu.

Framkvæmdaraðili er félag sem stofnað yrði um framkvæmdina í samstarfi við eigendur Hafþórsstaða og Sigmundarstaða.

Í tillögu VSÓ-ráðgjafar að matsáætlun kemur fram að fýsileiki staðsetningar felist helst í hagstæðu vindafari og nálægð við dreifilínu, en Hrútatungulína 1 liggur í gegnum jarðirnar. Þá liggur slóði, Grjóthálsvegur, nú þegar um fyrirhugað framkvæmdasvæði og stefnt er að því að nýta hann í tengslum við framkvæmdina. Svæðið er því þegar raskað af mannavöldum, segir í tillögunni.

Í valkostum framkvæmdar er miðað við tvær hæðir á vindmyllum, annarsvegar vindmyllur með 85 metra háan turn sem eru 150 metrar að hæð með spaða í efstu stöðu og hins vegar vindmyllur með um 80 metra háan turn, 135 metrar að hæð með spaða í efstu stöðu. Til samanburðar má nefna að vindmyllur Landsvirkjunar við Búrfell eru 77 metrar háar með spaða í efstu stöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert