Vill lækka mótframlag atvinnurekenda tímabundið

Vilhjálmur Birgisson.
Vilhjálmur Birgisson. mbl.is/Hari

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akraness, segir stöðuna sem er að teiknast upp á íslenskum vinnumarkaði vera vægast sagt hrollvekjandi.

Í faceboofærslu sinni vísar hann til þess fjölda sem er kominn í skert hlutastarf og á fullar atvinnuleysisbætur.

„Þessi staða á vinnumarkaðnum er orðin nú þegar mun verri en hún varð í hruninu og það er ljóst að við verðum að finna leiðir til að verja störfin, verja kaupmáttinn og verja heimilin. Við verðum að finna leiðir til að verja lífsviðurværi og síðast en ekki síst atvinnuöryggi launafólks eins og kostur er á meðan þessi faraldur gengur yfir, skrifar hann.

Vilhjálmur bætir við að ekki komi til greina að fresta þeim launahækkunum sem eiga að koma til framkvæmda á morgun. Aftur á móti segist hann tilbúinn til að fara aðra leið vegna ástandsins sem er uppi.

„Sú leið byggist á því að í stað þess að fresta launahækkuninni þá verði mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð lækkað úr 11,5% í 8% tímabundið meðan faraldurinn gengur yfir. En markmiðið með þessari leið væri að verja atvinnuöryggi launafólks og tryggja um leið að launahækkanir skili sér til launafólks,“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert