17 smitaðir í Borgarfirði

Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð.
Borgarnes er fjölmennasti þéttbýliskjarninn í Borgarbyggð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sautján íbúar í Borgarnesi og nágrenni hafa greinst með kórónuveiruna og eru þeir allir í einangrun. Alls eru 230 Borgnesingar og nærsveitungar í sóttkví. Á Akranesi eru sjö smitaðir og 159 í sóttkví vegna veirunnar. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Vesturlandi á Facebook.

Þrjú smit hafa greinst í Stykkishólmi og eitt í Grundarfirði. Í báðum bæjarfélögum eru á þriðja tug í sóttkví. 

Hér er átt við íbúa sem heyra undir heilsugæslustöðvar í viðkomandi bæjarfélögum. Þannig að hluti þeirra sem eru greindir með smit og eða eru í sóttkví geta einnig búið í nágrenni bæjanna.

mbl.is