1.220 smit staðfest hér á landi

mbl.is/Hallur Már

Fjöldi staðfestra smita af völd­um kór­ónu­veirunn­ar er nú 1.220 sam­kvæmt töl­um sem birt­ar voru á covid.is eft­ir há­degi. Greindum smitum fjölgaði um 85 í gær, en töl­urn­ar sýna fjölda smita eft­ir gær­dag­inn.

Smituðum fjölgar því töluvert á milli daga en 49 smit voru staðfest daginn á undan. Enn sem áður er um helmingur þeirra með staðfest smit í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent.

74 smitanna voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 11 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Sam­tals hafa verið tek­in 19.516 sýni. 35 eru á sjúkra­húsi, þar af 11 á gjör­gæslu.

993 eru í ein­angr­un, 7.822 eru í sótt­kví og 7.735 hafa lokið sótt­kví. 225 hafa náð full­um bata.mbl.is