Heilu fjölskyldurnar einangrað sig

Skólastarf er mjög tak­markað nú vegna útbreiðslu kór­ónu­veiru.
Skólastarf er mjög tak­markað nú vegna útbreiðslu kór­ónu­veiru. mbl.is/Hari

„Staða þessara barna er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma berast okkur þau tíðindi að foreldrarnir hafi einnig lokað sig af. En þeir segja; ef ég veikist þá höfum við ekkert bakland hér á landi,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Vísar hann í máli sínu til foreldra og barna af erlendum uppruna. Hefur þessi hópur einangrast mjög undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Er svo komið að tekið er að fjara undan tengslum þessara barna við skóla sína. Hafa skólastjórnendur meðal annars lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa í samtölum sínum við Morgunblaðið síðustu daga.

„Við ætlum að setja á laggirnar sérstaka vakt í kringum þennan hóp. Ástandið er ekki að breytast á næstunni og ljóst að skólahald verður með takmörkunum eftir páska. Það skiptir gríðarlega miklu máli að halda góðum tengslum og vita hvað þau eru að gera svo fólk heltist ekki úr lestinni,“ segir Helgi.

Krefjast harðari aðgerða

Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, segir hljóðið í innflytjendum vera „allt öðruvísi“ en í Íslendingum. „Þessir foreldrar senda börn sín síður í skólann, hafa miklar áhyggjur og vilja frekar hafa börnin heima. Frá sínum heimalöndum fá þau fréttir af lokuðum skólum og krefjast þess einnig hér til að vernda börnin. Annað atriði sem kann að skýra þetta er mikil áhersla innflytjenda á börnin. Íslenskt samfélag leggur skiljanlega áherslu á þá sem eldri eru, en eldri ættingjar innflytjenda eru aftur á móti ekki hér,“ segir Sabine.

Þá segir hún einnig vantraust í garð kerfisins vera fremur ríkjandi meðal innflytjenda á Íslandi og kann það að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að halda börnum sínum heima.

„Þessi hópur ber oft saman skólakerfið hér og í heimalandinu og það er margt öðruvísi. Þetta er mjög vandmeðfarið og flókið verkefni.“

Fréttin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. apríl 2020, en hægt er að lesa hana í heild sinni hér á mbl.is:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »