Leiðrétta tölur á covid.is

Vegna villu sem kom upp í útreikningum á covid.is voru birtar rangar tölur varðandi hlutfall þeirra sem eru með staðfest smit og voru í sóttkví. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, greinir frá þessu á Twitter. 

„Þannig birtist lægra hlutfall en það raunverulega er fyrir dagana 28.3., 29.3. og 30.3. Þetta hefur verið leiðrétt. Heildarhlutfall er 54% ekki 51%,“ skrifar Kjartan Hreinn.

mbl.is