„Málið er ekki nýtt af nálinni“

Dómsmálaráðherra segir það fjarri að frumvarpið sé til komið vegna …
Dómsmálaráðherra segir það fjarri að frumvarpið sé til komið vegna ástandsins í samfélaginu í dag. mbl.is/​Hari

Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um frumvarp mitt til breytinga á netverslun með áfengi. Málið er ekki nýtt af nálinni þótt af umræðunni mætti ætla að svo væri. Málið var unnið í haust, tilbúið í byrjun árs og fór í samráðsgátt stjórnvalda í febrúar.

Þetta skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í löngum pistli á Facebook þar sem hún fer yfir aðalatriði frumvarps hennar um áfengisverslun á netinu og sögu einkaréttar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á innflutningi áfengis, auk þess sem hún svarar nokkrum algengum spurningum um frumvarpið.

Því fer fjarri að það sé tilkomið vegna þess alvarlega ástands sem nú hefur skapast í samfélaginu. Þessa misskilnings kann að gæta því fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað málið og eftir að bent hafði verið á ólöglega sölu áfengis á Twitter sagið ég á sama vettvangi að það væri kominn tími til að hafa þetta löglegt. Í kjölfarið vöktu veitingamenn, innlendir aðilar og brugghús sérstaklega máls á því að frumvarpið gæti hjálpað til þess að jafna stöðu innlendra framleiðenda við erlenda keppinauta þeirra, halda störfum og rekstri gangandi og til að skýrar reglur giltu um viðskipti sem talið er að eigi sér stað nú þegar ólöglega.

mbl.is