Mars kaldastur vetrarmánaðanna

Kalt í höfuðborginni.
Kalt í höfuðborginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hinn svonefndi Veðurstofuvetur er liðinn og vorið tekið við með komu aprílmánaðar. Marsmánuður virðist ætla að verða kaldastur vetrarmánaðanna fjögurra, en með naumindum, segir Trausti Jónsson veðurfræðingar á bloggi sínu.

„En það þarf annan aukastaf í nákvæmni til að greina marshitann frá febrúarhitanum – og einn dagur lifir enn þegar þetta er skrifað,“ segir Trausti. Mars var kaldur framan af en hlýindi undanfarið hafa híft meðaltalið upp.

Meðalhiti vetrarins nú er -0,3 stig, -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og -0,2 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, segir Trausti. Fimm vetur á öldinni voru lítillega kaldari en þessi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert