Reikniformúlan ekki uppfærð samhliða breytingum

Villa sem leiddi til þess að rangar tölur birtust á …
Villa sem leiddi til þess að rangar tölur birtust á covid.is um hlutfall þeirra sem eru með staðfest smit og voru í sóttkví kom upp um síðustu helgi og má rekja til breytinga á skráningu í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reikniformúla sem grafið á covid.is byggir á var ekki uppfærð samhliða breytingu á skráningu þeirra sem eru í sóttkví og því birtust rangar tölur þess efnis um helgina. Þetta kemur fram í skriflegu svari Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis, við fyrirspurn mbl.is. 

Reikniformúla sem grafið á covid.is byggir á var ekki uppfærð samhliða þessum breytingum og því birtust rangar tölur,“ segir Kjartan. Vegna villunnar birtist lægra hlutfall fyrir 28., 29. og 30. mars og var það sagt 51% en hið rétta er 54%. 

Aðspurður hvort búast megi við frekari villum í tölulegu upplýsingunum segir Kjartan að svo sé ekki. „En erfitt er að koma alfarið í veg fyrir slíkt.“

Reikniformúla sem grafið á covid.is byggir á var ekki uppfærð …
Reikniformúla sem grafið á covid.is byggir á var ekki uppfærð samhliða breytingu á skráningu þeirra sem eru í sóttkví og því birtust rangar tölur þess efnis um helgina. Graf/Covid.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert