Sjálfvirkt kerfi Veðurstofu ofmat skjálfta

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jarðskjálfti að stærð 3,5 varð norður af Grindavík klukkan 17:36. Skjálftinn varð 3,5 km norður af Grindavík á 5,2 kílómetra dýpi.

Uppfært klukkan 18:25: Skjálfti þessi reyndist við endurreiknun jarðfræðings á Veðurstofu Íslands aðeins vera 0.6 að stærð.

„Kerfið nemur jarðskjálftana sjálfvirkt og reiknar út frummat á stærðinni, og svo förum við yfir það handvirkt og af einhverjum ástæðum hefur sjálfvirka kerfið okkar ofmetið stærðina á þessum skjálfta svona hressilega,“ segir skjálftafræðingur á vakt í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert