Smit orðin 66 í Vestmannaeyjum

Smit eru orðin 66 í Vestmannaeyjum.
Smit eru orðin 66 í Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Enn bætist í hóp smitaðra í Vestmannaeyjum og hafa þrjú smit bæst við í dag og eru staðfest smit í Vestmannaeyjum því orðin 66 talsins. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn. Þar kemur fram að einn af þremur nýgreindum hafi þegar verið í sóttkví. Fjöldi þeirra sem hafa verið settir í sóttkví er orðinn 615 og hafa 254 lokið sóttkví. Þremur er batnað.

Á morgun hefst COVID-19 skimun í Vestmannaeyjum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Vestmannaeyjabæ. Skimunin fer fram 2.-4. apríl og eru Eyjamenn hvattir til að skrá sig hjá Íslenskri erfðagreiningu hið fyrsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert