Þarf að verja réttindi og kjör

Á samdráttar- og krepputímum er vegið að kjörum og réttindum …
Á samdráttar- og krepputímum er vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks, segir í ályktun miðstjórnar ASÍ. mbl.is/Hari

„Samtök atvinnulífsins gagnrýna ASÍ fyrir að gefa ekki eftir kauphækkanir og lífeyrisréttindi við ríkjandi aðstæður og bera saman við stöðuna eftir hrunið 2008. Það er bæði rangt og villandi.“ Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar ASÍ. 

Tekið er fram að ekki hafi staðið á samninganefnd ASÍ að eiga samtal við atvinnurekendur og stjórnvöld um sameiginlegar lausnir. „Þeir afarkostir sem Samtök atvinnulífsins stilltu upp gagnvart samninganefnd ASÍ var hins vegar hafnað af miklum meirihluta nefndarinnar. “ Segir ennfremur. 

Eftir að Alþýðusambandið tók þessa ákvörðun í morgun um að hafna til­lögu um að skerða mót­fram­lag at­vinnu­rek­enda í líf­eyr­is­sjóði tíma­bundið, aðgerð sem var hugsðu til að létta und­ir með fyr­ir­tækj­um í land­inu sagði Vilhjálmur Birg­is­son frá­far­andi 1. vara­for­seti ASÍ af sér. 

Ýmislegt þarf að bæta að mati ASÍ. Á meðal aðgerða sem þarf að fara í eru meðal annars: að hækka atvinnuleysisbætur, tryggja fé til virkra vinnumarkaðsaðgerða, tryggja afkomuöryggi hópa sem ekki falla undir lög um hlutabætur eða um laun í sóttkví sem eru einkum viðkvæmir hópar, tryggja húsnæðisöryggi, nýta skattkerfið með markvissari hætti til tekjujöfnunar og verja grunnstoðir velferðarkerfisins. 

Á samdráttartímum eins og þessum er vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks þess vegna er samstaða mikilvæg, segir jafnframt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert