99 ný smit greind frá því í gær

Alls hafa 1.319 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest hér á landi …
Alls hafa 1.319 tilfelli kórónuveirunnar verið staðfest hér á landi frá því að fyrsta tilfellið greindist 28. febrúar. mbl.is/Eggert

Fjöldi staðfestra smita af völd­um kór­ónu­veirunn­ar er nú 1.319 sam­kvæmt töl­um sem birt­ar voru á covid.is eft­ir há­degi. Greind­um smit­um fjölgaði um 99 í gær, en töl­urn­ar sýna fjölda smita eft­ir gær­dag­inn.

Þetta er töluverð fjölgun frá því dagana á undan en 85 smit voru staðfest dag­inn á und­an og 49 daginn þar áður. 

Sam­tals hafa verið tek­in 20.930 sýni. 41 er á sjúkra­húsi, þar af 12 á gjör­gæslu og hefur því fjölgað um einn síðan í gær.

1.047 eru í ein­angr­un, 7.166 eru í sótt­kví og 8.945 hafa lokið sótt­kví. 270 hafa náð full­um bata.

Smit hafa greinst í öllum landshlutum og eru þau fæst á Austurlandi eða sex talsins. Smitum hefur fjölgað mikið á Vestfjörðum og eru orðin 17 talsins.

Sem fyrr eru lang­flest smit á höfuðborg­ar­svæðinu, eða 982, og 3.654 eru þar í sótt­kví, sem eru töluvert færri en í gær. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert