Flutt inn eitt tonn af fersku nautakjöti

Lítið er flutt inn af fersku nautakjöti þótt það sé …
Lítið er flutt inn af fersku nautakjöti þótt það sé orðið heimilt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrstu sendingarnar af fersku nautakjöti, eftir að innflutningur á ófrosnu kjöti var heimilaður um áramót, komu til landsins um miðjan febrúar. Aðeins var flutt inn rúmlega tonn af nautakjöti í þeim mánuði en hins vegar var flutt inn 21 tonn af ófrosnu kalkúnakjöti.

„Þetta er töluvert minna en við hefðum haldið, miðað við hvernig umræðan og þrýstingurinn hefur verið. Lítill innflutningur á ófrosnu kjöti kom okkur skemmtilega á óvart, við gerðum ráð fyrir að hann gæti orðið meiri,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.

21 tonn af nýjum kalkúni

Í febrúar voru flutt inn tæp 1,2 tonn af ófrosnum nautahryggvöðvum, hryggjum og nautalundum, samkvæmt innflutningstölum Hagstofu Íslands. Í mánuðinum voru flutt inn tæp 28 tonn af frosnu nautakjöti og samanlagður innflutningur af nautakjöti í febrúar er litlu minni en innflutningur á frosnu nautakjöti í febrúar. Tölur um mars liggja ekki fyrir.

Ekkert var flutt inn af fersku svínakjöti eða kjúklingi í febrúar. Hins vegar var flutt inn 21 tonn af ófrosnum kalkúni í sneiðum eða hlutum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert