Líkbrennsla og útför eftir samkomubannið

Kirkjugarðar. Margir hafa frestað útförum vegna aðstæðna nú.
Kirkjugarðar. Margir hafa frestað útförum vegna aðstæðna nú.

Algengt er um þessar mundir að aðstandendur fresti útförum ástvina sinna, enda eru jarðneskar leifar þeirra brenndar og svo stefnt á útför eða minningarathöfn þegar samkomubanni vegna kórónuveirunnar lýkur.

Þetta segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Sömuleiðis færist líkbrennsla í vöxt og er nú viðhöfð hjá yfir helmingi látinna á höfuðborgarsvæðinu.

„Að fara eftir reglunum um samkomubann hefur ekki verið neitt vandamál hér í Fossvogskirkju. Margir vilja þó halda útför samkvæmt gamalli hefð og velja því líkbrennslu og halda minningarathöfn þegar slíkt verður leyft að nýju. Aðrir kjósa jarðarför með hefðbundum hætti sem fram fer í kyrrþey, en ætla síðan þegar aðstæður leyfa að vera með athöfn þar sem mynd af hinum látna er hugsanlega höfð uppi eða eitthvað slíkt,“ segir Þórsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert