Mesta álag á gjörgæslu líklega í dymbilviku

Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, …
Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 10 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið 18 manns. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í næstu viku, dymbilviku, en þá er búist við því að 10 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið 18 manns.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðu spálíkani sem unnið hef­ur verið af vís­inda­mönn­um frá Há­skóla Íslands, embætti land­lækn­is og Land­spít­ala.

Spáin um heildarfjölda smita hefur örlítið breyst en nú er bú­ist er við því að á meðan kór­ónu­veiruf­ar­ald­ur­inn geng­ur yfir landið muni rúm­lega 1.800 manns á Íslandi verða greind­ir með COVID-19, en tal­an gæti náð nær 2.500 manns sam­kvæmt svart­sýn­ustu spá. Fyrri talan hefur hækkað um 100 en seinni lækkað um 300. 

Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í þessari viku og en gæti viku seinna náð 1700 manns samkvæmt svartsýnni spá.

Frá því að spálíkanið var fyrst birt hefur auknu álagi verið spáð á heilbrigðiskerfið og samkvæmt uppfærðri spá er gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni 120 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 180 manns.

Allt að 18 sjúklingar samtímis á gjörgæslu

Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um það bil 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnni spá er 90 einstaklingar.

Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 26 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnni spá er 40 einstaklingar.

Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 10 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnni spá gætu það verið 18 manns, líkt og fram kom hér að ofan. 

Þá segir í uppfærðri spá að smávægileg hliðrun aldursdreifingar í átt að fleiri greindum smitum meðal einstaklinga yfir sextugt myndi auka álag á heilbrigðisþjónustu talsvert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert