Neitaði að yfirgefa vagninn

mbl.is/​Hari

Vagnstjóri hjá Strætó óskaði eftir aðstoð lögreglu um klukkan 23 í gærkvöldi vegna farþega sem neitaði að yfirgefa vagninn, en sá mun hafa verið til vandræða í vagninum. Farþeganum var vísað út af lögreglu.

Á fjórða tímanum í nótt var óskað eftir aðstoð á slysadeild Landspítala vegna einstaklings sem var til vandræða í biðstofu en hann hafði skemmt húsgögn á biðstofunni. Lögreglan handtók manneskjuna, sem var í annarlegu ástandi, og vistaði í fangaklefa.

Um svipað leyti óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem gat ekki borgað fyrir umbeðinn akstur. 

Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Garðabænum á fjórða tímanum í nótt en ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvort þjófurinn hafi verið handtekinn.

mbl.is