14 til viðbótar greinst í Eyjum, þar af helmingur í sóttkví

14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19 af þeim var helmingur …
14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19 af þeim var helmingur í sóttkví. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls eru 83 íbúar í Vestmannaeyjum með kórónuveiruna. Þeir sem settir hafa verið í sóttkví frá upphafi eru 661 og 298 hafa lokið sóttkví. Fjórum er batnað. 

Í dag barst niðurstaða vegna hluta skimunar Íslenskrar erfðagreiningar þar sem 14 sýni greindust jákvæð fyrir COVID-19. Af þeim var helmingur í sóttkví. Stór hluti þessa hóps sem skimaður var fyrri hluta fimmtudags var fólk sem var í sóttkví. 

Í dag og í gær voru um 1.500 sýni tekin í Eyjum.  

Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. 

mbl.is