Á þriðja hundrað hafa ekki fundið greiða leið heim

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur afgreitt ríflega 4.500 fyrirspurnir frá miðjum marsmánuði.
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur afgreitt ríflega 4.500 fyrirspurnir frá miðjum marsmánuði.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur afgreitt ríflega 4.500 fyrirspurnir frá miðjum marsmánuði. Áherslan er áfram á að aðstoða þá sem enn eru erlendis en vilja komast heim.

Í þeim tilgangi hefur verið haft beint samband við um 3.500 manns sem eru skráðir í grunninn. Af þeim eru 3.100 komnir heim eða hyggjast dveljast áfram erlendis en á þriðja hundrað eru á heimleið eða hafa ekki fundið greiða leið heim.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu neyðarstigs vegna COVID-19.

Síðasta beina flugið heim frá Spáni 8. apríl

Þar kemur meðal annars fram að Icelandair mun fljúga til og frá Alicante hinn 8. apríl og er flugið komið í sölu á vef Icelandair. Um er að ræða síðasta beina flugið milli Spánar og Íslands á áætlun næstu vikurnar. Fluginu er ætlað að koma til móts við þá Íslendinga á Spáni sem vilja komast heim til Íslands, nú þegar flestar ferðir falla niður næstu vikur, og er í samræmi við samning íslenskra stjórnvalda við Icelandair.

Almannavarnir og utanríkisþjónustan fylgjast náið með heimflutningum Norðurlandabúa og annarra Evrópubúa og vinna saman að því að aðstoða Íslendinga við að komast að í þær ferðir. Þetta er eina leiðin heim frá þeim ríkjum sem hafa algjörlega lokað landamærum sínum og munu fleiri fá að nýta sér slíkt flug á næstu dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert