Ásta ein í 100 ára afmæli sínu vestra

Ásta Guðrún Eaton.
Ásta Guðrún Eaton.

Ásta Guðrún Eaton í Poulsbo í Washington-ríki í Bandaríkjunum er 100 ára í dag. Hún býr á hjúkrunarheimili og til stóð að halda upp á tímamótin með ættingjum og vinum, meðal annars frá austurströnd Bandaríkjanna, Íslandi og Frakklandi.

Hætta varð við það vegna kórónuveirunnar, að því ier Erica Greig Stanley, barnabarn hennar, segir í Morgunblaðinu í dag.

Foreldrar Ástu voru Þórður Einarsson, bókhaldari í Hafnarfirði og Reykjavík og Sólveig Bjarnadóttir. Systkinin voru ellefu og eru tvær systur á lífi, hún og Unnur, sem er 93 ára og býr á hjúkrunarheimili í Port Orchard í Washington.

Í Morgunblaðinu 16. júní 1948 er sagt að í bandarísku blaði hafi komið fram að systurnar Ásta, Hulda og Unnur hafi „lagt undir sig Bandaríkin“. Ásta hafi verið fyrst þeirra til að giftast bandarískum hermanni, en hún og Harry Ernest höfuðsmaður, sem lést 1983,voru gefin saman í Illinois í Bandaríkjunum 20. júní 1945. Þau eiga þrjú börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert